Eldborg
Eldborg er árangur úr opinni samkeppni sem haldin var árið 1995, af Hitaveitu Suðurnesja í samvinnu við AÍ. Innsendar tillögur voru 43 og var tillagan valin í 1.sæti.
Lausnin sameinar kynningar/sýningar og ráðstefnumöguleika ásamt því að vera mötuneyti og starfsmannabygging með gistirými fyrir gesti.
Umverfið er mjög sérstakt og dramatískt. Reykjanesið býr yfir miklum náttúruandstæðum, þar sem mætast kraftar úr iðrum jarðar, eldstöðvar hraun og vatn. Jarðhitasvæði skagans er ólíkt öðrum svæðum á þann hátt að þar er blanda af heitum jarðsjó og ferskvatni.
Í byggingunni er gert ráð fyrir ráðstefnu og kynningar og fundarstarfsemi ásamt því að kynna starfsemi Hitaveitu Suðurnesja um orkumál, og jarðsögu Reykjanesskagans.
Hugmyndin hefur haldið sér frá samkeppnisstigi til “lokaútfærslu”. Byggingin er sérstæð en fellur látlaust að heildarmynd orkuversins.
Í efnisvali hefur verið horft til sérstöðu umhverfisins og vistvænna þátta, td. hvað varðar klæðningu veggja og ýmissa annara þátta í byggingunni.
Byggingin er mjög sveigjanleg – hægt að samnýta mötuneyti og kynningarsali og á einfaldan hátt má skipta sölum í minni einingar.
Byggingin var opnuð/ vígð í mars-98. Undir byggingunni er hraunsprunga þar sem innréttað hefur verið sýningarrými aðallega til jarðfræðisýninga-upplýsinga. Tæknilega er byggingin afar fullkomin hvað varðar: sýningartækni, tölvubúnað og lagnakerfi.
Aðrir sem komu að verkinu: VS verkfræðistofa , Fjarhitun (lagnir), Rafmiðstöðin, P. Jónsson landslagsarkitekt, Stefán Guðjónsen hljótæknimál.
Byggingin hlaut menningarverðlaun DV árið 1999